Yfirtaka bankanna

Ég er ekki að tala um "yfirtöku" eins og yfirleitt er talað um. Það sem ég er að tala um er að mér finnst bankarnir komnir inn á öll svið þjóðfélagsins. Eins og t.d. Reykjavíkurmaraþonið er núna Glitnis hlaup og tónleikar í kringum Menningarnótt er í "boði Landsbankans." Það klikkti út nú um jólin þegar Glitnir notar lítil einlæg og yndisleg börn til að auglýsa peningahyggjuna sem þeir standa fyrir. Hvers lags þjóðfélag er þetta orðið? Það gengur allt út á peninga, gróða og eiginhagsmunastefnu. Svo er verið að skera allt niður í heilbrigðisgeiranum. Hvar endar þetta þar? Verðum við litla Ameríka á þessu sviði líka? Þannig að ef þú ert fátækur, útlendingur og að ég tali nú ekki um með annan litarhátt getur þú dáið drottni þínum vegna þess að þeir ríku ganga fyrir í heilbrigðiskefinu. Það er allavegana betur búið um peningana en mannfólkið þá er ég að tala um íburðinn í bönkunum miða við aðbúnað á spítulum landsins. Ég vona að mannleg gildi verði meira metin á nýju ári um leið og ég óska ykkur gleðilegs árs.

Gunnur Inga Einarsdóttir

 

 

 

 

 

 

 


Frumraun mín í að blogga

Sælt veri fólkið

Þetta er spennandi þar sem ég hef gaman af að skrifa og vekja fólk til umhugsunar um ýmislegt sem betur má fara í þjóðfélagi okkar og láta hugann reika um lífið og tilverunaSmile 

Nú eru útsölur að byrja og allar búðir fullar af fólki að skipta jólagjöfum. Eitt sem mér finnst koma neytendum illa er að ef þeir fá innleggsnótur þá er ekki hægt að nota þær á útsölum!!! Ég bara spyr er þetta löglegt? Þetta eru peningar og sem neytendur eru búnir að kaupa fyrir. Þá ættu verslanaeigendur einfaldlega að endurgreiða vöruna en það gera þeir sjaldnast.

En þrátt fyrir allt eru jólin alltaf yndislegur tími og styttir skammdegið óneytanlega mikið sérstaklega eins og búið er að vera mikið myrkur í rigningunni og rokinu. Vona að snjórinn verði áfram þangað til fer að birta.

Svo vona ég að áramótin verði góð og að vonda veðrið sem verið er að spá hætti við að koma til okkar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband